Stjórnmálalandslagið á Íslandi.
Laugardagur, 12. júlí 2008
Núverandi ríkisstjórnarssamstarf tveggja flokka þar sem annar gefur sig út fyrir frjálshyggjuformúlur og frelsi einstaklingsins hvarvetna, hefur ekki leitt af sér frelsi heldur fjötra í formi forræðishyggju ýmis konar og hömlur á einstaklingsfrelsið þar sem umsvif hins opinbera í þjóðlífinu eru hartnær 50% .
Sá hinn sami flokkur tók til stjórnarsamstarfs flokk sem ætlaði að verða samnefnari jafnaðarmanna sem mistókst þar sem gömlu " kommarnir " ákváðu að slá sig til riddara undir formerkjum öfga umhverfissjónarmiða í sér flokki.
Hinn meinti flokkur jafnaðarmennsku hefur hins vegar frá upphafi verið nær skoðanalaus um þjóðmál svo sem fiskveiðistjórnina og flest þau mál sem deilt er um í samfélaginu að miklum hluta.
Að vissu leyti má segja að Samfylkingin sé komin lengra í frjálshyggjuhugmyndum hvers konar en Sjálfstæðisflokkurinn hvað varðar endalausa talsmennsku fyrir því að ganga á hönd alþjóðahyggju fyrirtækjablokka og viðskiptahagsmuna í samstarfi þjóða, með öðrum orðum villst í markaðshyggjuþokumóðunni .
VG, " gömlu kommarnir" hafa m.a tekið að sér að vera sérflokkur fyrir annað kynið í formi femínsma, eins fáránlegt og það nú er, ásamt því að sjá vatnsaflsvirkjanir sem umhverfisvandamál, án þess þó að komast út fyrir fjöruna á haf út og skoða skipulag fiskveiða hér á landi sem heitið getur.
Framsóknarflokkurinn er nú utan stjórnarsamstarfs sem greinilega hefur verið hollt því nú tala þeir hinir sömu fyrir endurskoðun fiskveiðistjórnar við landið eins og Frjálslyndi flokkurinn hefur gert í áratug fyrir daufum eyrum ráðamanna og hagsmunaafla þeirra sem stjórna og stýra í krafti fjármagns sem kom sem meint góðæri til handa þjóðinni, þegar leitt var í lög á Alþingi að heimila verslun með óveiddan fisk á þurru landi á Íslandi.
Upphaf og endir þess efnahagslega ástands sem þjóðin á nú við að stríða er ákvörðun um að gera óveiddan fisk úr sjó að verslunarvöru sem ekki var aðeins upphaf offjárfestinga í atvinnugreinni heldur einnig möguleiki fjármagnsbraskara til þess að mergsjúga fjármagn í aðra starfssemi ýmis konar við upphaflega þáttöku sjávarútvegsfyrirtækja á hlutabréfamarkaði.
Sjávarútvegsfyrirtæki urðu því ekki langlíf á hlutabréfamarkaði hinum íslenska heldur hurfu þaðan skömmu eftir innkomu enda krónan mjög sterk þá sem gjaldmiðill og útflutningur afstæður í því sambandi.
Uppbygging fiskistofna við landið og atvinna í byggðum landsins varð að aukaatriði til þess að hanga á misviturlegum áformum stjórnarstefnu við fiskveiðistjórnunar undir formerkjum öfgafrjálshyggjuformúla ráðandi aðila við stjórnvölinn með tilheyrandi verðmætasóun þjóðarbúsins í heild.´
Í tíu ár hefur Frjálslyndi flokkurinn bent á hið misviturlega skipulag fiskveiðistjórnar hér við land þar sem mismunun þegnanna við aðkomu að úthlutun atvinnu við fiskveiðar hefur verið fyrir hendi.
Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna sendi íslenskum stjórnvöldum álit þess efnis að þegnum landsins væri mismunað til aðkomu að atvinnu við fiskveiðar eftir leitan tveggja sjómanna með mál sín til nefndarinnar.
Að slíkt skyldi þurfa að koma erlendis frá er ævarandi hneisa fyrir sitjandi ráðamenn sem í orði kveðnu þóttust myndu taka álitið alvarlega en reyndir var önnur, rétt fyrir þinglok var nokkrum mönnum falið að semja moðsuðu þess efnis að endurskoðun kerfis fiskveiðstjórnar væri á dagskrá.
Endurskoðun sem ekki þyldi dagsins ljós i formi ráðgjafar vísinda á vegum stjórnvalda hvað varðar árangur og upphafleg markmið í lögum um fiskveiðistjórn.
Gömlu flokkarnir sem hétu eitt sinn Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag áttu þátt í þvi að koma á fót þeirri skipan mála í sjávarútvegi hér á landi sem nú er við lýði og hafa því ekki treyst sér til að gagnrýna hana og látið Frjálslynda flokknum það alveg eftir síðari ár.
Mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti núverandi fiskveiðistjórn hér við land og það mun án efa móta stjórnmálalandslag á komandi tímum þegar enn betur hefur verið dregið fram hve þjóðhagslega óhagkvæmt stjórnkerfi er þar um að ræða.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð samantekt hjá þér Gmaría.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2008 kl. 11:04
Sæl Guðrún.
Held að Sjálfstæðisflokkurinn sjái að sér og fallist fljótlega á
endurskoðun sjávarútvegsstefnunar, sem er nánast gjaldþrota.
Sá það best um daginn er ég fór um hinar vestfirsku sjávarbyggðir.
Þannig að sjávarútvegsmálin munu ekki koma til með að hin borgara-
legu öfl fari nú að vinna saman, sbr grein mín á blogginu í dag.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.7.2008 kl. 21:34
Það er trúlega rétt hjá þér gmaria að það hlýtur að koma sá tími að fólk sjái hvað er að gerast og þori að kjósa gegn því. Það er alveg ótrúlega mikið af fólki sem setur ekki samansem merki á milli stjórnmálaflokka og þess sem er að gerast í landinu. Ef fólk gerði það væri staðan allt önnur en hún er núna.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 12.7.2008 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.