Fagleg varðstaða stétta í heilbrigðis og menntamálum.

Mín skoðun er sú að margar fagstéttir hafi samið sig inn í allt of erfitt starfsumhverfi hér á landi varðandi það atriði að taka á sig of mikla vinnu fyrir nokkrar krónur til viðbótar.

Það á við hvoru tveggja í heilbrigðis og menntageiranum, þar sem margfalt álag á sama starfsmann, er hugsanlega til staðar í formi þess vinnuskipulags sem til staðar er og fagfélög hafa samið sig inn í .

Raunin er sú að slíkt skilar ekki þeim tilgangi sem vera skal, né heldur þeim faglegu markmiðum sem inna skal af hendi og heita þjónusta í heild, sökum þess að ofþreyttur starfsmaður er verri starfsmaður, og þjónustan eftir því.

Ofþreyttur starfsmaður er síðan mun líklegri til þess að eyðileggja eigin heilsu fyrr en ella á slíku skipulagi og lendir því sem álag á þjónustuna fyrr eða síðar sjálfur.

Ég álit þetta hluta af þeirri " akkorðsmenningu " sem okkar þjóð er að vissu leyti um of undirseld, ásamt hinum endalausu kröfum um sparnað á sparnað ofan þar sem langtímamarkmið eru sjaldnast sýnileg í því efni.

Varðstaða um faglegan metnað er mikilvæg, þar sem fagstéttir þurfa og verða að standa vörð um sitt starfsumhverfi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Rétt hjá þér

Hólmdís Hjartardóttir, 5.7.2008 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband