Hefur viðskiptaráðherra talað flokkinn út úr rikisstjórn ?

Einu sinni enn hefur viðskiptaráðherra landsins notað og nýtt setu sína á ráðherrastóli til þess að tala fyrir aðild að ESB þótt slíkt sé ekki í stjórnarsáttmála né heldur þjóðin hafi greitt um það atkvæði hér á landi enn sem komið er.

Þar talar sá hinn sami gegn samstarfsflokknum í ríkisstjórn og skyldi því engan undra að sá flokkur hafi nú tekið til við að minnka reyksprengjuframleiðslu hins ofurmálglaða viðskiptaráðherra í þessu efni.

Er viðskiptaráðherrann ef til vill að reyna að tala sinn flokk út úr ríkisstjórninni ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það getur verið að Bjöggi í Skarði vilji tala sinn flokk út úr ríkisstjórninn, en þú verður að átta þig á því að Samfylkingin er ekki flokkur, heldur regnhlífasamtök fyrir marga flokka. Þannig að þótt Alþýðubandalagið og UJ vilji út úr ríkisstjórninni, vilja Þjóðvaki, Alþýðuflokkurinn og Kvennalistinn það ekki, þar er nefnilega svo gaman í teboðunum og fínu stólunum

Gestur Guðjónsson, 3.7.2008 kl. 12:08

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

... svo ekki sé nú talað um öll ferðalögin og geta náð sér í fleiri flugtíma en flugstjórar hjá Flugleiðum, á kostnað skattborgaranna, og gera svo ekkert í þeim málum sem þarf að taka á innan þjóðfélagsins.

Jóhann Elíasson, 3.7.2008 kl. 13:20

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það endar alltaf þannig, að kratar verða krötum verstir !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.7.2008 kl. 17:54

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef Samfylkingin fer úr ríkisstjórninni þá koma framsóknarmenn inn í staðinn og Jón Magnússon sem verður dómsmálaráðherra.Forsætisráðherra hefur þingrofsvaldið og heldur Samfylkingunni í herkví.Þetta vita Solla og Tóta.

Sigurgeir Jónsson, 3.7.2008 kl. 23:46

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Svo lengi má brýna deigt járn að bíti segir máltækið, félagar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.7.2008 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband