Aðgerðalausir ráðamenn við stjórnartauma í áratugi.

Það er fyrir löngu kominn tími til að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá stjórnarsetu við landsstjórnina því sá hinn sami hefur gefist upp á eigin aðferðafræði sem ekki virkar í stað þess að viðurkenna mistökin og taka á þeim.

Aðkoma Samfylkingar að stjórnartaumum var sízt til að bæta stjórnarhætti því frá upphafi hafa ráðherrar talað út og suður ef þeir eru á landinu að hætti populistaflokka sem safna vinsældum með að tala máli tækifærismennskunnar til þess að safna aðdáendum, nægir þar að nefna orkumálin nú um stundir.

Báðir stjórnarflokkarnir eru andvaralausir gagnvart nauðsynlegri endurskoðun atvinnuvegakerfa svo sem kvótakerfi sjávarútvegs sem uppvíst er að brjóti mannréttindi á þjóðinni og ekki þjónar tilgangi sínum til handa landi og þjóð.

Ekki er hreyft við hendi varðandi skattkerfið þar sem þó er það eina sem stjórnvöld hafa í hendi sér í formi efnahagslegrar aðkomu varðandi áhrif á efnahagslíf einnar þjóðar í núverandi skilyrðum málamyndamarkaðssamfélags sem skapað hefur verið af stjórnvöldum sjálfum.

Ráðherrar hafa ekki einu sinni fyrir því að tala kjark í þjóðinna á tímum slíkra þrenginga sem samfélagið má meðtaka, það er slæmt.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála þér . kv .

Georg Eiður Arnarson, 1.7.2008 kl. 18:13

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er svo hjartanlega sammála hverju orði í þessum pistli hjá þér.  Það sem mér leiðist einna mest er það að "ráðamenn" þjóðarinnar skuli tala um kreppu, þetta fólk virðist ekki vita hvað kreppa er í kreppu hefur fólk ekki mat og á ekki fyrir helstu nauðsynjum, nú er það þannig að fólk þarf að "minnka" við sig lúxus- fara í tvær utanlandsferðir í staðinn fyrir þrjár áður, kaupa ódýrari bíl jafnvel að láta sér einn nægja í stað tveggja og svo framvegis.  Það er samdráttur í efnahagslífi okkar nú um mundir en engin kreppa, en það gefur ekki stjórnvöldum leyfi á aðgerðarleysi.

Jóhann Elíasson, 1.7.2008 kl. 21:51

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Georg og Jóhann.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.7.2008 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband