Offjárfestingaræði og undraævintýrafyrirtæki á hverju strái.

Almenningi í landinu var talin trú að það ríkti góðæri, meðan fjármálabraskið var í algleymingi og litla Ísland var ekki lengur nógu stórt fyrir hin ört sívaxandi fyrirtæki sem hösluðu sér völl um veröld víða.

Verðtrygging fjárskuldbindinga hafði ekki verið afnumin við einkavæðingu banka og ekki heldur við stofnun hlutabréfamarkaðar án þess þó að skattar almennings í landinu hefðu fylgt verðlagsþróun, þvi sama upphæð skattleysismarka var látin standa þrátt fyrir óverulegar launahækkanir allt undir formerkjum stöðugleika í landinu.

Nú hefur harðnað í ári og ytri skilyrði ekki eins góð og hvað þá ?

Getur það verið að ríkisstjórn landsins hlaupi til með fjármuni almennings til bjarga hinum einkavæddu fjármálastofnunum, með lántöku ?

Án þess að lækka skatta á almenning í landinu ?

kv.gmaria. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband