Til hvers í ósköpunum var verið að einkavæða bankana ef ríkið á síðan að koma með björgunarhring á kostnað skattgreiðenda ?

Það atriði að stjórnvöld í landinu fari nú að blanda ráðstöfununum sínum við " hið nýfrjálsa markaðsumhverfi" fjármálastofnanna sem varð til með einkavæddum bönkum sem seldir voru úr ríkiseigu, er vægast sagt furðulegt.

Samkvæmt mínum skilningi var Seðlabankinn aftengdur fjármálaumhverfinu að því undanskildu að hafa eftirlit með bönkum og tryggja að þeir hinir sömu sæu til þess að hafa varasjóði til eigin þarfa starfssemi sinnar og grundvallar þar að lútandi.

Nú bregður hins vegar svo við að sitjandi stjórnarflokkar hlaupa til handa og fóta til að redda bönkunum með lánum erlendis frá þótt þeir hinir sömu starfi í alþjóðlegu umverfi.........

Halló, halló, halló, til hvers í ósköpunum var verið að einkavæða bankana ?????

Áttu þeir ekki að standa undir eigin starfssemi sem sjálfstæðir aðilar eða hvað ?

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér

Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.6.2008 kl. 00:09

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Jón.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.6.2008 kl. 23:37

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta var ekki einkavæðing heldur EINKAVINAVÆÐING.  Annars er ég alveg sammála þér, það var nú á sínum tíma aðalrökin fyrir "einkavæðingunni" að ríkið yrði ekki lengur í ábyrgð fyrir bankana en hvað hefur komið á daginn?

Jóhann Elíasson, 25.6.2008 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband