Munu Íslendingar taka þátt í því að tvöfalda matarforða heims ?

Uppskerubrestur vegna áfalla svo sem flóða í Bandaríkjunum þar sem maís og hveitiakrar eru undir hefur orsakað það að kallað er á það að þjóðir heims tvöfaldi matvælaframleiðslu sína.

Hvað er að gerast á Íslandi í þessum efnum ?

Erum við að nýtt allt ræktað land til margvíslegrar framleiðslu matarforða sem vera skyldi ?

Ég tel svo ekki vera og vil meina að svæði á Suðurlandi til dæmis Skógasandur undir Eyjafjöllum, séu svæði sem ættu að vera í fullri notkun til ræktunar landbúnaðarafurða þ.e. allir þeir tvö hundruð hektarar af ræktuðu landi á svörtum sandi sem þar eru til staðar.

Við getum gert mun betur en við gerum nú varðandi það atriði að sinna matarforðaöflun á heimsvísu og það atriði að skapa störf á landsbyggðinni við nýtingu lands þar sem búsetustyrkt atvinnuþróun undir formerkjum sjálfbærni er á ferð, varðandi það að nýta nú þegar ræktað gróðurland til framleiðslu afurða sem hægt er að framleiða og vantar í veröld vorri.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband