Almenn mannréttindi á Íslandi.

Konur eru menn og sérstakur dagur kvenréttinda því áminning um mannréttindi á sama tíma og þau hin sömu mannréttindi eru í uppnámi vegna skipulags í kvótakerfi sjávarútvegs , þar sem landsmönnum er mismunað um aðgang til atvinnu sem eðli máls samkvæmt bitnar á konum sjómanna í landinu.

Sjálf hefi ég ætíð talið mig jafnfætis karlmönnum frá unga aldri og lít svo á að ekki skipti máli kyn þegar skoðanir eru annars vegar á varðandi eitt samfélag og skipan mála hvers konar.

Þar veldur hver á heldur og sérstakar stofnanir og ráð sem eins konar forræðishyggjuframkvæmdaaðilar hins opinbera í því efni er eitthvað sem ég set spurningamerki við.

Allt öðru máli gegnir um launaþróun millum kynja og mat þar að lútandi, en það er verkefni verkalýðsfélaga í landinu fyrst og fremst.

kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mættu liðsmenn Tíbetar í mótmælin við Austurvöll?

Sigurjón Þórðarson, 20.6.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband