Annað hvort eru mannréttindi í einu landi virt eða ekki.

Hvers konar mismunun þegnanna í formi stjórnvaldsaðgerða og framkvæmda mála þar sem einum hópi umfram annan eru veitt sérréttindi hvað varðar skattaafslátt, eða aðkomu að atvinnu, ellegar eitthvað annað er gengur gegn stjórnarskrá landsins, hvað varðar flokkun þjóðfélagshópa eftir stöðu sem þegnar lands, er og verður óviðunandi.

Það atriði að íslensk sjómannastétt megi þurfa að taka þvi að aðkoma þeirra að atvinnu við fiskveiðiar sé eitthvað sem núverandi stjórnvöld virða að vettugi með útúrsnúningum til handa athugasemd frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, er vanvirðing mikil og mönnum til skammar er sitja á valdstólum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Já og hrikalegt að stjórnvöld komi svona fram, gagnrýnilaust. Fjölmiðlar í landinu segja ekki neitt og fólkið í landinu segir lítið!!!

Aðalheiður Ámundadóttir, 12.6.2008 kl. 11:12

2 Smámynd: Bumba

Það segir enginn neitt á Íslandi, allir þegja og enginn þorir að láta í ljós skoðun sína, allir eru orðnir dofnir af vinnuálagi, stressi og ekki sízt tímaleysi. Með beztu kveðju.

Bumba, 12.6.2008 kl. 11:23

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún.

Get tekið undir ykkar pólitík í Frjálslynda flokknum í sjávarútvegsmálum. Því sem Vestfirðingur og bókhaldari yfir 22 ár í stærsta útgerðarfélaginu heima á Flateyri var ég alltaf á móti þessu
kvótakerfi eins og raunar allir Vestfirðingar.. Kvótakerfið hefur nánast
lagt Vestfirði í rúst þótt þeir liggi við bestu fiskimiðum heims.
Þetta var í upphafi galið kerfi og hefur hríðvesnað síðan.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.6.2008 kl. 19:42

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þótt útgrðarmenn séu á sjó eru þeir útgerðarmenn ef þeir eiga skip sem þeir gera út.Útgerðarmönnunum sem kærðu til mannréttindanefndarinnar tókst að blekkja nefndina með því að segjast vera sjómenn.Engum dettur í hug, nema nema kanski einhverjum verðandi lögfræðingi og fólki sem vill að ríkið hirði veiðiréttinn,að halda því fram að til að mynda Samherjabræður Þorsteinn og Kristján sem stofnuðu Samherja hafi ekki verið útgerðarmenn af því að þeir voru á sjó.Það kann aldrei góðri lukku að,stýra ef lögfræðingar sem og aðrir fræðimenn glepjast til að hræra pólitík í fræði sín, líkt og prófessor Þorvaldur gerir.

Sigurgeir Jónsson, 12.6.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband