Komandi kynslóð þessa lands eru börnin okkar í dag.
Miðvikudagur, 11. júní 2008
Alveg frá því ég hóf að starfa við uppeldi barna sem móðir 1989 og starfsmaður leikskóla 1991, og síðar innan veggja grunnskólans, hefi ég gert mér grein fyrir því hve lítinn tíma og rúm barnið í raun fær í nútíma samfélagi, í formi aðbúnaðar foreldra til dvalar með ungum börnum í frumbernsku, fjármagns í skólana, og almennt alls aðbúnaðar sem eitt þjóðfélag býr ungum einstaklingum.
Þar hefur verið forgangsröðun að mínu viti verið með öfugum formerkjum á þann veg að þarfir atvinnulifsins hafa verið settar ofar þörfum barna til samvista við foreldra sína.
Nægir þar að nefna að ekki dugir ein fyrirvinna heimilis á almennum vinnumarkaði lengur likt og var og börn þvi án foreldra beggja daglangt,
Endalaus hamagangur í formi áróðurs um kvenfrelsi til þáttöku á vinnumarkaði hefur ekki verið lóð á vogarskálar barna í þessu efni því miður, því að sama skapi hefur komið ,stofnannakröfupólítik á móti um stofnanir á hverju strái án biðlista fyrir börn.
Við höfum ekki markað barninu það hlutverk sem skyldi í þessu efni sem fyrst og síðast á til þess kröfu að fá að umgangast foreldra sína innan veggja heimilis síns sem aftur byggir upp tengsl og sjálfsmynd einstaklinga til framtíðar.
Afi og amma eru ekki lengur heimilismeðlimir þau eru ef til vill til dvalar á öldrunarstofnunum.
Hver einn og einasti einstaklingur þarfnast mannlegra samskipta þar sem sá eldri miðlar af reynslu til þess sem ekki hefur hana eðlilega.
Betur má ef duga skal í þessu efni í okkar þjóðfélagi.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gæti verið að uppbygging launataflanna, þar sem fólk er verðlaunað með 80% yfirvinnuálagi fyrir að sinna ekki börnunum sínum hafi eitthvað með þetta að gera?
Ég held það
Gestur Guðjónsson, 11.6.2008 kl. 10:35
Já án efa er það rétt Gestur.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 12.6.2008 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.