Hverjir fjárfestu í sjávarútvegsfyrirtækjunum á hlutabréfamarkaðnum á sínum tíma ?

Voru það lífeyrissjóðir landsmanna sem upphaflega hlupu af stað til þess að festa í sessi það kvótakerfi sjávarútvegs hér á landi sem EKKI hefur byggt upp þorksstofninn, og EKKI byggt upp atvinnu í landinu með fjárfestingum í hlutabréfum í sjávarútvegi ?

Hurfu sjávarútvegsfyrirtæki af markaði þegar lífeyrissjóðirnir færðu sínar fjárfestingar ?

Ef til vil með góða skuldastöðu ?

 

hér er úrdráttur úr bloggpistli sjávarútvegsráðherra um íslenskan sjávarútveg.

 "

Við Íslendingar höfum unnið gegn niðurgreiðslum í sjávarútvegi og flutt fram margvísleg rök. Meðal annars þau að niðurgreiðslurnar stuðli að því að menn stundi rányrkju. Haldi úti skipum til veiða úr stofnum langt umfram afrakstursgetuna og það geti menn með opinberum stuðningi. Þegar fiskistofnar minnka verður veiði úr þeim almennt óhagkvæm. Við slíkar aðstæður er ríkisstyrkur stórhættulegur og algjörlega ábyrgðarlaus. "

Því til viðbótar má spyrja um hvers vegna núverandi ríkisstjórn hafi hlaupið upp til handa og fóta varðandi mótvægisaðgerðir þegar niðurskurður í þorskstofni kom til í fyrra.

Eru mótvægisaðgerðir ekki ríkisstyrkur ?

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl Guðrún María!Ég vil bara taka undir allt sem þú hefur skrifað undanfarið og kvitta hér með fyrir lestur á því.Ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 6.6.2008 kl. 21:37

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Ólafur.

sömuleiðis, kærar kveðjur til þín.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.6.2008 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband