Marsera vísindin áfram gagnrýnislaus ?

Er vísindasamfélagið um of einangrað af þröngum hópi sérfræðinga sem ekki fá nægilega gagnrýni ?

Hvort sem um er að ræða hafrannsóknir, læknavísindi ,eða hagfræði ?

Trúum við ef til vill of blint á vísindi alls konar sem hið eina sanna leiðarljós okkur til handa ?

Það er hægt að spyrja endalausra spurninga í þessu sambandi en það er víst að ekki hefur tekist að byggja upp þorksstofninn hér við land samkvæmt hafrannsóknum hér á landi.

Það hefur heldur ekki gengið vel að lækna þjóðina nema með ofboðslegum lyfjakostnaði allra handa, að virðist.

Nútíma hagfræði frjálshyggjufrumskógarmarkaðshyggju tók ekki mið af fæð og smæð þjóðar á norðurhjara veraldar og frelsi varð að helsi líkt og fyrrum.

kv.gmaria.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband