Skattkerfið og notkun þess.

Skattkerfið er það hagstjórnartæki sem stjórnmálamenn hafa til þess að stjórna réttlátlega við stjórnvölinn þar sem hvers konar mismunun millum þjóðfélagsþegna skyldi ekki vera fyrir hendi.

Allt of flókið kerfi gerir það að verkum að hvers konar möguleikar manna til þess að komast hjá því að greiða réttlátlega skatta kunna hugsanlega að vera fyrir hendi.

Mín skoðun er sú að prósenta tekjuskatts einstakinga og fyrirtækja eigi að vera sú hin sama sem aftur einfaldar skattkerfi verulega og forðar alls konar endurgreiðslusystemi hins opinbera sem kostar fjármuni við útreikninga allra handa.

Það atriði að persónuafsláttur standi í stað í áraraðir meðan laun og verðlag hækkar upp úr öllu valdi gengur einfaldlega illa eða ekki upp.

Alls konar málamyndaaðgerðir í formi hækkunar einhvers konar bóta hér og þar til að stoppa í annars of háa tekjuskattsprósentu til handa einstaklingum, heitir að færa einn aur úr vinstri vasanum yfir í þann hægri.

Skattkerfið á að vera þess umkomið að skapa hvata fyrir mögulega vinnuþáttöku allra sem vettlingi geta valdið en samtímis að hlúa að uppbyggingu eins samfélags við uppeldi barna og samveru fjölskyldna svo mest sem verða má.

Yfirsýn sitjandi stjórnvalda á heimildir til gjaldtöku í formi skatta og gjalda af hálfu hins opinbera, og þunga þess hins arna til handa einstaklingum hverju sinni, þarf að vera fyrir hendi, þar sem byrðar skyldu aldrei ofviða þeim er taka lægstu laun á vinnumarkaði.

Ég tel að við Íslendingar séum afar sofandi varðandi það atriði að nota skattkerfið til ívílnana af ýmsum toga þar sem ákveðin háttsemi manna ellegar atvinnustarfssemi fær timabundinn skattafslátt sem hvetja kann til framþróunar.

kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband