Stjórnmálin snúast um hagsmuni fólksins í landinu.

Málefni skyldu ætíð ofar mönnum í pólítík og hvers konar barátta manna í millum innan flokka og utan á lítið erindi við almenning. Stjórnmálin snúast um hagsmuni fólksins í landinu og hvernig þeim hinum sömu hagsmunum verði best borgið hverju sinni.

Ég hefi oft velt því fyrir mér hve mikið magn af umfjöllun starfandi fjölmiðla í landinu fer í það að segja fréttir af ágreiningi um lítið sem ekki neitt meðan skortir á sýn yfir svið þjóðmála, og framfara einni þjóð til heilla.

Skortur á nauðsynlegri umfjöllun starfandi fjölmiðla í landinu á fiskveiðistjórnunarkerfið og alla þá afar mörgu ágalla þess í tvo áratugi, er og hefur verið í slíkri mýflugumynd miðað við fréttir af deilum og erjum manna milli og agnúahátt alls konar um keisarans skegg oft og iðulega.

Landbúnaður í landinu hefur heldur ekki fengið umfjöllun sem þjóðarhagur þvert á móti helst sem vandamál, og engin gagnrýni til staðar sem heitið getur á aðferðir stjórnvalda við að fækka og stækka einingar í landbúnaði.

Heilbrigðismál, menntamál, félagsmál og svo mætti áfram telja varðandi það atrði að markviss og fagleg úttekt fjölmiðla í landinu á hverju málasviði fyrir sig væri það sem almenningur fengi að sjá og heyra í stað dægurþras illinda og erja ellegar einungis þess sem er að gerast hverju sinni.

Á þessu finnast undantekningar en betur má ef duga skal.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Er það ekki fréttaefnið sem þú tekur mið af ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.6.2008 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband