Auðvitað fól ráðherra heimamönnum að meta aðstæður.

Sjaldan eða aldrei hefi ég heyrt eins ómaklega gagnrýni og kom fram frá þingmanni Vinstri Grænna við umhverfisráðherra í sjónvarpi í kvöld. 

Það mátti helst skilja á Álfheiði Ingadóttur að það að fanga ísbjörn væri eins og ná heimilisketti ofan úr tré, eða kindum af fjalli svo sjálfsagt taldi þingmaðurinn vera að hægt hefði verið að fanga björninn lifandi.

Það skyldi þó aldrei vera að heimamenn hafi gert sér grein fyrir því að björnin hefði hugsanlega getið rekist á gangandi ferðamenn á svæðinu og sennilega étið þá enda dýrið svangt.

Hvaða gagnrýni skyldi þá hafa komið úr stokknum ?

kv.gmaria.


mbl.is Ísbjörn við Þverárfjall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já, þetta jaðraði við hroka af verstu gerð.

alva (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband