Koma menn af fjöllum varðandi ofurbílaeign Íslendinga ?

Fyrst nú árið 2008 eru stjórnvöld hér á landi að viðra það atriði að fara að hugsa um eyðslufrek ökutæki og koltvísýringslosun í þvi sambandi. Halelúja....

Næstum annar hver landsmaður ekur á amerískum pallbíl, sem vegna lítilla tolla hefur nýlega verið fluttur til landsins.

Nákvæmlega ekki nokkurn skapaðan hlut hefur verið að því gert síðastliðinn hálfann áratug að stuðla að því að landsmenn noti og nýti eyðsluminni ökutæki sem einnig slita gatnakerfi minna og valda þar með minni kostnaði í raun á heildina litið.

Ekkert hefur verið horft á díselolíu versus bensín í þessu sambandi ekki neitt ólíkt öðrum þjóðum.

Fiskiskipaflotinn, landbúnaðurinn skyldi þar vera um að ræða ofurtól í formi orkufrekra eininga ?

Hugsanlega hefur " stærðarhagkvæmnin " ekki verið reiknuð til enda.

Allt í einu hefur starfshópur á vegum stjórnvalda uppgötvað vandamálið.

Það er þó fyrsta skrefið.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

María. Hefir þú ekið um bílasölurnar landsins ef ekki þá er allur stórbílafloti landsmanna kyrrsettur þar óseljanlegur og menn hafa keyft minni bíla. Það virðist vera einhver tónn til manna sem eiga stóra bíla þótt flestir þeirra séu aðeins notaðir við sérstök tækifæri s.s. þegar ófærð er og vegna flutningsgetu svo að sjálfsögðu vegna atvinnureksturs..

Valdimar Samúelsson, 3.6.2008 kl. 07:36

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Valdimar.

Minn tónn er til stjórnvalda varðandi það atriði að hafa ekki lækkað tolla mun fyrr á ódýrari og eyðslugrennri ökutækjum, því þeir sem fjárfest hafa í stórum bílum sitja uppi með kostnaðinn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.6.2008 kl. 00:40

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sammála Þér Guðrún. En þetta má aldrei leiða til heildarhækkunar
í ljósi núverandi verðlags á eldsneyti landsmanna!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.6.2008 kl. 00:40

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Tek alveg undir það.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.6.2008 kl. 00:41

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já sammála og það hefði líka mátt slá innflutningsgjöld af sérstaklega litlu díeselbílunum en það má ekki gleyma að þeir eru umhverfisvænni og eru á hraðari þróun í þeim málum.

Það má heldur ekki ráðast á menn sem eiga stóra bíla með galdraofsóknum eins og þeir séu að skapa heimsendir. Menn hafa mismunandi áhugamál og mér finnst nóg að það herðist af sjálfu sér sparnaður sem dæmi  þegar þú kaupir fyrir  yfir 20.000 þúsund krónur á tank þá held ég að sá sem kaupir það hiksti og keyri ekki með glöðu geði. Ég veit það átti stóran amerískan pikkupp en nú lítinn dísel pikkupp sem eyðir helmingi minna en mér finnst það allt of mikið en er tilneyddur til að vera með svoleiðis bíl. 

Valdimar Samúelsson, 4.6.2008 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband