Möguleikar Íslendinga til aðkomu að atvinnu við fiskveiðar.

Það atriði að setja á fót kerfi við fiskveiðistjórn sem upphaflega tekur mið af þriggja ára veiðireynslu þáverandi aðila í greininni, við takmörkun veiða, hefði eðli máls samkvæmt átt að lúta endurskoðun, þar sem slikri stjórnvaldsákvörðun við slika umbreytingu hefði verið hægt að vísa til áfrýjunarnefndar um málið.

Ekkert slikt var fyrir hendi hér á landi þótt á sama tima væri um að ræða áfrýjun stjórnvaldsákvarðana á öðrum sviðum samfélagsins.

Með öðrum orðum, þeir aðilar sem veiddu mest þrjú ár fyrir 1984, héldu þeim veiðirétti í áratug, þ.e. þangað til þeir gátu farið að framselja hann eða leigja frá sér.

Sérstökum aðstæðum útgerðarmanna sem á þessum viðmiðunarárum, höfðu hugsanlega verið frá sjósókn vegna veikinda eða viðgerða skipa í slipp, var vísað á bug því ekki var hægt að áfrýja nokkurs staðar varðandi stjórnvaldsákvarðanir þessar.

Braskumsýslan með hinn óveidda fisk á þurru landi gerði það að verkum að fljótlega var verð á kvóta uppsprengt og möguleikar manna til aðkomu í atvinnugreininna nær engir nema með gífurlegar upphæðir í farteskinu.

Kerfið og skipulagið miðaðist allt við stórútgerðir og einyrkjar í sjávarútvegi voru ekki hluti af hagkvæmnisformúlunni þar sem stærðarhagkvæmnin ein og sér réð ríkjum.

Nýliðiun varð lítil sem engin, sem aftur þýðir ákveðna stöðnun hér sem annars staðar.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband