Rúmur helmingur þjóðarinnar hefur verið á móti kvótakerfi sjávarútvegs, í rúman áratug.
Laugardagur, 31. maí 2008
Það er ótrúlegt hve lengi sitjandi ráðamenn í landinu hafa getað daufheyrst við skilaboðum um skipan mála í sjávarúvegi hér á landi og enn virðist hin sama taktík á ferð.
Eftir að útgerðarmönnum hafði verið fengið i hendur frelsi, í formi lagasetningar frá Alþingi, til þess að versla með óveiddan fisk á þurru landi, í formi kvóta sín á milli, sem tæpum tíu árum áður hafði verið festur við einstök útgerðarfyrirtæki, fór landið á annan endann.
Fljótlega gátu útgerðarmenn veðsett óveiddan fisk í fjármálastofnunum, þótt lögin um fiskveiðistjórn innihaldi ákvæði um að úthlutun aflaheimilda (kvóta) frá fiskveiðiári til fiskveiðiárs, myndi ekki eignarétt einstakra aðila.
Stjórnmálamenn horfðu aðgerðalausir á þessa þróun mála því miður.
Hin meingölluðu lög orsökuðu verðmætasóun sem aldrei fyrr það sem undirmálsfiski var hent í sjóinn, svo mjög að íslenskum sjómönnum upp til hópa var misboðið að þurfa að taka þátt í sliku.
Stjórnmálamenn horfðu einnig aðgerðalausir á þetta, þar til náðist að mynda brottkast en þá loksins var hægt að leyfa 5% meðafla, sem átti að minnka slíkt sem þó hefði mátt fyrirséð verða með laganna hljóðan.
Skyldi það hafa vakið einhver viðbrögð þegar fyrsti stórútgerðarmaðurinn seldi sig út úr kerfinu ?
Svarið er Nei, það vakti engin viðbrögð á vettvangi stjórnmálanna í formi aðgerða til umbreytinga frekar en fyrri daginn.
Sitjandi stjórnvöld í landinu horfðu aðgerðalaus á þá þróun að útgerðarfyrirtæki fluttu aflaheimildir að vild milli landshluta með álíka magni af loforðum um atvinnu á stöðunum sem fljótlega urðu að engu þegar þau hin sömu fóru aftur af stað í flakkferð með heimildir þessar.
Undir formerkjum hinnar endalausu hagræðingar hefur meintu ágæti kerfisins, verið haldið á lofti þótt hvorki hafi það gerst að tekist hafi að byggja upp verðmesta fiskistofninn þorskinn , né heldur að útgerðafyrirtækin væru skuldlaus.
Er það vegna þess að þau hafi greitt svo mikið í skatta til þjóðarbúsins ?
Enn er svarið Nei, þau voru skattlaus í áratug, með því að kaupa upp tap og yfirfæra milli ára.
Það eru því ekki of sterk orð að tala um handónýtt kerfi í sjávarútvegi hér á landi.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.