Sjómannadagurinn er á sunnudaginn, í skugga viðvarandi mannréttindabrota Íslendinga gagnvart sjómannastéttinni .

Það er hvoru tveggja hneisa og skömm sitjandi stjórnvalda í landinu að virða að vettugi niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um kvótakerfi sjávarútvegs sem brýtur á atvinnurétti íslenskra sjómanna í atvinnugreininni.

Það er með ólíkindum að þurfa að upplifa slíkt andvaraleysi endurskoðunar á einu skipulagi mála hér á landi svo sem kerfi fiskveiðistjórnunar er og margsinnis hefur verið bent á hér innanlands að brjóti á almenningi í landinu ásmat því að vera þjóðhagslega óhagkvæmt á ýmsan máta.

Þótt slík skilaboð hafi nú einnig borist frá Alþjóðastofnun , Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, sem Íslendingar hafa skuldbundið sig til þess að virða , þá kjósa ráðamenn að skella við skollaeyrum og drepa málinu á dreif einu sinni enn .......

Á sama tíma telja sömu ráðamenn að þeir séu gjaldgengir til framboðs og setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem þá skortir sýn á skóginn fyrir trjánum að flestu leyti í því efni, þar sem hér er um að ræða mannréttindabrot í eigin landi, í aðalatvinnugrein einnar þjóðar lengst af, þ.e. þangað til viðkomandi skipulag var sett í lög.

Annað hvort sjá menn út úr eigin bæjardyrum hvað mannréttindi varðar eða ekki og ef ekki þá skyldi hollast að halda sig heima þangað til slík sýn næst á viðhorf um mannréttindi jafnrar aðkomu þegnanna að atvinnnu í sjávarútvegi á Íslandi.

Pólítískir málamyndagjörningar duga ekki lengur til þess að færa þjóðinni nauðsynlegar framfarir og réttlæti í þessu efni.

Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum mun bera uppi mótmæli gegn núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og mannréttindabrotum stjórnvalda  með friðsamlegri mótmælagöngu frá Stjórnarráðinu á hafnarbakka í Reykjavík á Sjómannadaginn.

kv.gmaria.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Eitt mesta mannréttindabrotið gagnvart íslenskum sjómönnum er sjálfstæð mynt!  Á síðustu árum höfum við þurft að þola kjaraskerðingar, allt upp í 30%, til þess að halda aftur af verðbólgu, svo kaupmáttur gæti aukist í landi og til þess að viðhalda góðærinu.  Engin önnur stétt þarf að þola sona miklar kjaraskerðingar.  Ég vona að Frjálslyndi flokkurinn sé einnig með lausnir á þessum vanda.

Lúðvík Júlíusson, 30.5.2008 kl. 10:11

2 identicon

Áfram stelpur. Frábært framtak.

Mér finnst eins og réttur fólks til að mótmæla, fari hallloka dag frá degi rétt eins og að það sé vilji ráðamanna! Þessi grundvallar réttindi, mannréttinda og líðræðis!

Nei látum í okkur heira ef á okkur er brotið. Ekki síst ef ráðamenn eru bara að geðjast nýrýku mafíunni sem á orðið miðin og er að reyna að sölsa undir sig restina auðlindum okkar!

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 22:12

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl GMaría. Þetta er náttúrulega skandall með Mannréttindanefndina og afgreiðslu á áliti hennar. Lúðvík , ég er nú ekki að ná uppí þessa röksemd hjá þér varðandi skerðingu ykkar kjara. Ég hef ekki heyrt mikið væl í sjómönnum. Hvað eru t.d. mánaðarlaun venjulegs sjómanns. (ef þeir eru þá til )  Auðvitað veit ég að þið verðið fljótt varir við sveiflur á  gengi en það hefur nú sveiflast upp líka á síðustu árum, ekki gleyma því. Það hefur líka verið opið að gera framvirka samninga til að binda gengið og hefur verið gert af fjöldamörgum fyrirtækjum. Ég bendi á að Norðurlöndin hafa ekki hent sinni mynt fyrir róða þó þau séu í ESB. Ég er alfarið á móti því að hafna krónunni en við verðum að styrkja hana til að verjast árásum fjárfesta á hana og ég held að ríkisstjórnin sé loksins að vinna í því núna. Þetta er mín persónulega skoðun. Sorry GMaría að ég er að svara þessu. Kveðja til ykkar Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 30.5.2008 kl. 22:53

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæl Guðrún María!

Ég tek undir hvert orð hjá þér.Verum minnug baráttukonunnar Lillian Cilocca (1929-1988)kaupskipa vélstjórafrúarinnar sem kom á stað mikilli skriðu úrbóta á öryggismálum breskra togarasjómanna eftir hin miklu sjóslys 1968.Þið mættuð minnast hennar á deginum okkar"Sjómannadeginum"Sendi ykkur í Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum  baráttukveðjur.Sértu sjálf ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 30.5.2008 kl. 23:57

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl öll, takk fyrir athugasemdirnar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.5.2008 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband