Áskorun Landsambands kvenna í Frjálslynda flokknum.

Við konur í Frjálslynda flokknum skorum hér með á  herra Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands að neita að undirrita lagafrumvarp um breytingu á lögum um tekjuskatt þar sem meirihluti Alþingis gaf eftir skatta vegna söluhagnaðar lögaðila með afturvirkum hætti. Með því að neita að staðfesta lögin gefst þjóðinni tækifæri til að kjósa um frambúðargildi laganna. Lagabreytingin brýtur í bága við almennu jafnræðisregluna í stjórnarskrá lýðveldisins þar sem felldir eru niður skattar fyrir ákveðinn hóp auðmanna en slík niðurfelling er fordæmislaus í sögu islensku þjóðarinnar. Forsetinn hefur áður neitað að staðfesta meirihlutavilja þingsins og svarið eið að virða stjórnarskrá lýðveldisins. Forsetanum ber að virða stjórnarskrána og vilja þjóðarinnar og ganga í berhögg við gerræðisleg vinnubrögð ríkisstjórnarinnar.
kv.gmaria.

mbl.is Konur í Frjálslynda flokknum senda forseta Íslands áskorun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Konur í FF?? Ég er kona í FF og er að sjá þetta fyrst í Moggafrétt.

Rannveig H, 28.5.2008 kl. 16:15

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gaman að heyra Rannveig.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.5.2008 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband