Mótvægisaðgerðir vegna matvælalöggjafar ESB ?

Getur það verið að ríkisstjórn landsins innleiði matvælalöggjöf hér á landi einungis til þess fallna að koma bændum á hausinn ?

Með það að markmiði að taka þátt í samkeppni í Evrópu við innflutning landbúnaðarvara yfir Atlantshaf.

Það skyldi þó aldrei vera að við hefðum hugsanlega með þvi móti skotið okkur í fótinn.

Ef til vill á svo að koma með mótvægisaðgerðir vegna fækkunar bænda vegna innleiðingu löggjafar þessarrar með fjárútgjöldum á kostnað skattgreiðenda ?

Sem setur okkur þá hvar ?

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Guðrún María !

Hefi mjög illan bifur; á þessum ESB fjanda, gagnvart bændum, sem öllum þjónustuaðilum þeirra. Ætli hvíni ekki í ''neytendum'', þá hrámetið Evrópska (marg hormónabætt) stígur í verðlagi ?

SVÞ (Samtök verzlunar og þjónustu) núa saman höndum, af frygðargræðgi mikilli, enda eitt hugsjónamála þeirra.

Með beztu kveðjum, sem jafnan / Óskar Helgi Helgason

p.s. Mun lesa, grein þína, sem þú bentir mér á, á dögunum, innan skamms.

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 02:36

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Óskar.

Ég tel að við getum einhvern tímann farið að læra þá lexíu að tilkoma stjórnvaldsaðgerða hvers konar lúti einhverri framtiðarsýn um þróun mála og ekki þurfi sama gamla sagan þess efnis að "barnið þurfi fyrst að detta ofan í brunninn " svo hægt sé að bjarga því upp, að vera viðtekin venja hér áratugum saman.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.5.2008 kl. 02:56

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæl frænka,ég skil ekki við vað þú ert hrædd í þessu ég hef notað þessar vörur umræddar í nokkuð mörg ár,þær eru líka flutta inn hver er breytingin? Þeir sem vanda sig í vöruþróun og koma með góða vöru á sanngjörnu verði þeir vinna,bændur verða bara að fara að vanda sig í framleiðslunni og framleiðendur líka,mér finnst þetta komi til með að hjálpa bændum ef eitthvað er svo eiga þeir líka að fá að verka sitt kjöt og selja beint.

Guðjón H Finnbogason, 26.5.2008 kl. 13:41

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæl Guðrún.

Sem betur fer hefur landbúnaðarráðherra ákveðið að fresta þessu
fráleita frumvarpi fram á haust. Vonandi að ráðherra nái áttum í þessu máli og snúi frá villu síns vegar...........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.5.2008 kl. 20:20

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Já til allrar hamingju var þessu frestað.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.5.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband