Fákeppni og einokun ferðast ekki með frelsi einstaklinga í einu landi.

Mér er það með öllu óskiljanlegt að stjórnvöld hér á landi skuli ekki þess umkomin að taka á því atriði að viðhafa dreifða eignaraðild í starfandi fyrirtækjum á markaði innanlands á öllum sviðum markaðar hvers konar.

Við innleiðingu framsals með aflaheimildir í kvótakerfi sjávarútvegs og tilkomu fyrirtækja í sjávarútvegi  upphaflega á hinn íslenska hlutabréfamarkað , var landsmönnum talin trú um að allir væru þáttakendur í sjávarútvegi því lífeyrissjóðir fjárfestu í sjávarútvegsfyrirtækjunum, án umhugsunar þá um framtíðarfjárfestingu sem slíka.

Síðar hurfu sjávarútvegsfyrirtæki af hlutabréfamarkaði eftir að lífeyrissjóðirnir höfðu ákveðið að færa fjárfestingar annað en þá hafði meginhluti heimilda til veiða á Íslandsmiðum safnast á hendur örfárra útgerðaraðila með tilheyrandi þjóðhagslegum kostanaði þar að lútandi að ég tel.

Meint frelsi kaupmanna á matvörumarkaði snerist í öndverðu sína á stuttum tíma þar sem eignarhald einnar fyrirtækjasamsteypu annars vegar á matvörumarkaði og hins vegar á fjölmiðlum, ruddi öðrum út af markaði nokkurs konar og til varð einokun og markaðsráðandi skilyrði sem stjórnvöld hafa ekki eins og áður sagði verið þess umkomin að taka á enn sem komið er.

Samráð Olíufélaganna sem uppvíst varð um var einnig sami angi af sama meiði samþjöppun í formi einokunarstöðu aðila á markaði með ákveðna söluvöru, og samráð um verð til þess að tryggja fyrirtækin sem slík.

Slíkt umhverfi fyritækja hefur knúið á um lækkun launa á vinnumarkaði sem aftur hefur gert það að verkum að gróðinn hefur verið til staðar í í fáum fyrirtækjaeiningum sem keypt hafa hluti í hver annarri sitt á hvað og myndað hinn íslenska hlutabréfamarkað með dyggri aðstoð nýeinkavæddra fjármálastofnanna með axlabönd og belti verðtryggingar í farteskinu.

Nauðsynlega heildaryfirsýn skortir af hálfu sitjandi stjórnvalda í landinu varðandi það atriði að skapa eðlileg skilyrði markaðar í fámennissamfélagi sem Ísland óhjákvæmilega er að höfðatölu og hver þjóð þarf að taka mið af.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er misskilningur að halda að matvöruverð lækki með auknum fjölda verslana og ef stórir og fjársterkir aðila hverfi af markaðnum.það væri fróðlegt ef til að mynda Neytendasamtökin létu fara fram rannsókn á því hvað myndi gerast ef til að mynda Bónus eða Kaupás hyrfu af markaðnum.Í mínum huga er enginn vafi á því að allt verðlag myndi hækka.Vill fólk það,vilja kjósendur Frjákslyndaflokksins það.Ef fjölgun verður á aðilum í útgerð, ef til að mynda aflaheimildirnar verða þjóðnýttar og þær boðnar út, er enginn vafi á því að landið mun ramba á barmi gjaldþrots vegna taps allra í sjávarútvegi.

Sigurgeir Jónsson, 24.5.2008 kl. 09:32

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vill Frjálslyndiflokkurinn það .Er það kannski hin eina raunverulaga stefna Frjálslyndflokksins í sjávarútvegsmálum.Svo væri ágætt ef Frjálslyndiflokkurinn kynti sér mannlíf í suðurkjördæmi lengra en austur að Skógum, þó Þórður sé góður.

Sigurgeir Jónsson, 24.5.2008 kl. 09:43

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hafa ekki andstæðingar kvótakerfisisns sagt að það hafi verið fundið upp á Hornafirði.Er það kanski gleymt.Og hafið þið ekki sagt að Halldór nokkur Ásgrímsson hafi búið til kerfið.HVernig væri að Frjálslyndiflokkurinn brygði sér á þær slóðir þar sem Halldór rak kýrnar í þrjú sumur þegar hann var ungur drengur í sumardvöl hjá Villa á Gerði í Suðursveitinni á slóðum Þórbergs.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 24.5.2008 kl. 10:07

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það væri fróðlegt Sigurgeir ef þú upplýstir okkur um hver á nánast allar aflaheimildir á Hornafirði. Ég skal byrja, Skinney Þinganes og hver á það fyrirtæki?

Hallgrímur Guðmundsson, 24.5.2008 kl. 23:57

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sigurgeir 1.

Svartsýnisrausi þeirra sem ekki þora að takast á við að breyta til bóta, vísa ég út í hafsauga.

Sigurgeir 2.

Það vissi ég áður að Suðurkjördæmi næði lengra en að Skógum, og veit enn.

Sigurgeir 3.

Vertu alveg rólegur, kem bráðum í Suðursveitina.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.5.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband