Sjálfsagt ,en sama innihaldsvirkni þarf að vera tryggð í ódýrari lyfjaávísun.

Það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að læknar ávísi á ódýrari samheitalyf, svo fremi þau lyf séu að fullu og öllu með sömu virkni.

Það atriði þarf að vera á hreinu.

Sú er þetta ritar lenti illa í því að fá ávísað samheitalyf við bólgum í baki sem allsendis virkaði ekki eins og annað lyf með uppgefnum sömu innihaldsefnum, þvert á móti olli lyfið ofnæmi af þeim toga að hætta þurfti töku þess samstundis.

Nægilegar rannsóknir skyldu því ætíð liggja til grundvallar varðandi notkun lyfja þannig að tryggt sé að ódýrari lyf hafi sams konar virkni og frumgerð lyfsins.

kv.gmaria.


mbl.is Læknar ávísi ódýrari tegundum lyfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband