Skortir langtímasýn í íslenskum stjórnmálum, bera fjölmiðlar ábyrgð ?

Það skyldi þó aldrei vera að okkur Íslendinga skorti langtímasýn við ákvarðanatöku af ýmsum toga ekki hvað síst í skipulagsmálum og heildarstefnumótun hvers konar.

Það atriði að redda öllu á fjögurra ára tímabili millum kosninga litar og hefur all nokkuð litað ýmsa skipan mála í voru þjóðfélagi, þar sem annað hvort er aðalmálum og endurskoðun á þeim slegið á frest fyrir veigaminni mál til úrlausnar ellegar skyndiákvarðanir teknar til þess að þjóna háværum kröfum um sérhagsmuni.

Fulltrúar upplýstrar umræðu í landinu starfandi fjölmiðlar ættu að endurspegla vilja fólksins til umræðu um þau mál sem sitjandi ráðamenn hverju sinni eygja ekki sýn á einhverra hluta vegna en er staðan sú að slíkt sé fyrir hendi ?

Í nýtilkomnu markaðsþjóðfélagi er það því afar mikilvægt fyrir það fyrsta að fjölmiðlar geti viðhaft gagnrýni og sýn á þjóðfélagið allt en ekki hluta þess sem og að þeir hinir sömu séu ekki erindrekar einstakra stjórnmálaflokka ellegar fjársterkra eigenda fyrirtækja við kostun auglýsinga.

Ég vissi það áður en veit það enn betur nú að því miður er skortur fyrir hendi á nauðsynlegri umfjöllun hér á landi um áhrif ákvarðanatöku mála sem rædd eru á Alþingi Íslendinga og ekki er nógu vel fjallað um að mínu mati.

Upplýst umræða án áróðurs eða einhliða sjónarmiðabirtinga með og á móti sitt á hvað er eitthvað sem almenningur í landinu á að eiga kost á.

Þessa finnast þó undantekningar það skal tekið fram.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband