Vonin í lífi mannsins.

Að eiga von þegar gefur á bátinn, og lífið er öldurót einhverra hluta vegna er veganesti sem er álíka mikilvægt og hin líkamlega næring dags daglega.

Án vonar er vegferðin erfiðari, hversu mikla urð og mikið grjót við megum þurfa að yfirstíga á leið okkar.

Mín von er nátengd minni trú þar sem ég bið mínar bænir að kveldi og þakka fyrir allt hið góða og bið fyrir þeim er erfitt eiga, fyrir fjölskyldu minni og vinum og sjálfri mér.

Hvítasunna er í mínum huga tákn vonar þar sem vorar í lífi mannsins af völdum móður náttúru hér á norðurhjara veraldar með bjartari dögum og grænkandi jörð.

11 maí Lokadagur vetrarvertíðar er nú einnig Mæðradagurinn, ásamt Hvítasunnudegi, sem er frekar óvenjulegt en kanski táknrænt hver veit ?

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk elsku Hanna Birna og sömuleiðis til þín þótt seint sé.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.5.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband