Óður um efnahagsástandið.

Upp að öxlum, elginn veður, almenningur enn um sinn,

í verðbólgu og vaxtaflóði er sífellt hækkar reikninginn.

ráðvillt segir ríkisstjórnin " þetta er snertilendingin ".

Ferðalög um veröld víða, vissulega eykur hróður,

framboðstilstand hér og þar, kostar einhver góður sjóður.

Seðlabanki í blindgötu sér því einn um vaxtaróður.

Stýrivaxtahækkanir er eina aðgerð stjórnvalda,

virkar eigi að síður enn sem olía á eldana.

Ráðalausir ráðamenn reikandi við stjórnvölinn,

senda almenningi reikninginn.

 

kv.gmaria.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Orð að sönnu.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 10.5.2008 kl. 17:19

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nákvæmlega !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.5.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband