Kostar það ekkert að flytja matvæli yfir Atlantshafið ?

Getur það verið að einhver önnur lögmál gildi um innflutning landbúnaðarafurða inn i landið heldur en frá því ?

Það hlýtur að kosta ákveðna upphæð að flytja vöru á milli landa og hver borgar þann kostnað fyrst og síðast nema neytendur, kaupendur vörunnar í viðkomandi landi.

Sé hægt að framleiða landbúnaðarafurðir innanlands til innanlandsþarfa þá gefur það augaleið að slíkt er hagkvæmara en að flytja sams konar afurðir yfir Atlantshafið með tilheyrandi olíukostnaði sem leggst á vöruna við flutning og umsýslugjaldi innflutningsaðila.

Sjálfbærni hverrar þjóðar inniheldur það að framleiða mat að þörfum innanlands, án einokunar eða okurs hvers konar í slíku og þau hin sömu skilyrði er auðveldlega hægt að skapa í landbúnaði hér á landi þar sem þekking er fyrir hendi.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég hef einmitt verið að velta þvi fyrir mér af hverju Samskip og Eimskip ættu að geta lækkað gjaldskrá sína, þótt við gengjum í ESB. Breytist Golfstraumurinn eða færist landið eitthvað til?

Það yrðu nú meiri umbrotin...

Þetta er enn eitt dæmi um það hversu grunn og allt að því barnaleg umræðan er, alveg eins og andstæðingar ESB gefa sér að við héldum ekki yfirráðunum á auðlindunum, þótt flestir ESB sinnar segja það forsendu fyrir sínum stuðningi að það næðist.

Gestur Guðjónsson, 5.5.2008 kl. 17:10

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sammála Guðrún. Svo má enn ekki gleyma að opinberar álögur á
matvæli eru ALFARIÐ pólitísk ákvörðun íslenzkra stjórnvalda hverju
sinni og HEFUR EKKI NOKKUÐ SPAPAÐAN HLUT með ESB að gera,
eins og barnaskapur ESB-sinna vilja halda fram. Í dag er sem
betur fer landbúnaður og sjávarútvegur undanþegin EES og sem
tryggir okkur 100% vald yfir þeim mikilvægum auðlindum. Við ESB-
glatast allt slíkt forræaði með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.5.2008 kl. 21:46

3 identicon

Sæl Guðrún.

Viðverukvitt.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 01:37

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sælir allir.

Takk fyrir athugasemdir og innlit.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.5.2008 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband