Kostnaðarþáttaka sjúklinga við leitan í grunnþjónustu við heilbrigði má ekki hamla leitan í þjónustuna.

Það hefur verið og er enn Akkilesarhæll Íslendinga að verja nægilegu fjármagni til þess að inna af hendi grunnþjónustu heilbrigðis með góðu móti fyrir meiri hluta þjóðarinnar.

Grunnþjónustan er forvörn gagnvart síðari tíma vandamálum og þvi lykilatriði að sú hin sama þjónusta sé öllum aðgengileg og þar má kostnaðarþáttaka ellegar skortur á starfsmönnum við þjónustu ekki hamla leitan.

Greið leið alls almennings að þjónustu heimilslækna í landinu er forgangsatriði í ráðstöfunum stjórnvalda í málaflokknum og þar á ekki að skipta máli hvort viðkomandi landsmaður býr úti á landi eða á höfuðborgarsvæðinu, allir eiga að geta sótt þjónustu sem slíka með góðu aðgengi.

Það atriði að hluti landsmanna sem búa á höfuðborgarsvæðinu geti einungis gengið beint til sérfræðinga í sérfræðilækningum hinum ýmsu með kostnaðarþáttöku allra landsmanna er atriði sem án efa þarf að skoða ögn betur en verið hefur hingað til með tilliti til notkunar skattpeninga í málaflokkinn.

Hið opinbera greiðir nefnilega ekki þann mismun sem felst í ferðakostnaði sjúklinga af landsbyggðinni við leitan í sérfræðiþjónustu þá sem íbúar Stór Reykjavíkursvæðisins geta gengið beint í án mikils ferðakostnaðar til þess hins sama.

Opinber þjónusta með skilgreind markmið og tilgang hlýtur því ætið að taka mið af því að landsmenn allir sitji við sama borð varðandi þá hina sömu þjónustu varðandi aðgengi að slíku.

Mat á þjónustuþörf ætti að liggja hjá starfsmönnum grunnþjónustuþátta kerfisins eðli máls samkvæmt, alls staðar á landinu er hafa fagmenntun til þess hins sama.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband