Ábyrgð fjármálafyrirtækja og innkoma á húsnæðislánamarkað.

Ingibjörg Þórðardóttir formaður Félags fasteignasala var gestur á Súpufundi okkar í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum í dag og var erindi hennar afar fróðlegt og hennar víðsýni yfir þetta málasvið er mikil og góð.

Efst í mínum huga eftir að hafa hlýtt á erindi hennar, er það atriði hve illa sýnileg ábyrgð innkomu fjármálafyrirtækja á húsnæðislánamarkað virðist vera, varðandi það atriði að vaða af stað með lán að viritist í samkeppni við Íbúðalánasjóð, en nú rúmu ári síðar frysta útlán á íbúðamarkaði.

Það að þetta skuli vera hægt hér á landi undir formerkjum markaðsfrelsis fjármálafyrirtækja, hlýtur að varpa spurningum á sitjandi stjórnvöld um starfsskilyrði fjármálastofnanna og lagaramma um lánveitingar sem slíkar.

Því miður er það svo meðan Ríkisstjórnir sem sitja í landinu telja sig máttlausar gegn markaðsöflum þá gerist ekki neitt fyrr en menn með bein í nefinu koma að valdataumum í landinu og þora að taka ákvarðanir um annað en að fljóta sofandi með að feigðarósi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband