Rökin gegn kvótakerfi sjávarútvegs hér á landi.

Kerfið hefur ekki þjónað upphaflegum tilgangi sínum þess efnis að byggja upp verðmesta fiskistofninn þorsk, sem útflutningsvöru fyrir land og þjóð.

Kerfið og upphaflegar úthlutunarreglur byggðu á þriggja ára veiðireynslu þáverandi aðila í atvinnugreininni, þær úthlutunarreglur fengust aldrei endurskoðaðar ellegar að áfrýjunarnefnd væri sett á fót líkt og tíðkaðist um stjórnvaldsákvarðanir er varða hagi manna á öðrum sviðum.

Kerfið laut breytingum þess efnis að heimilað var að framselja aflaheimildir , óveiddan fisk úr sjó, millum útgerðaraðila með sölu og leiguheimild í lagabreytingum frá Alþingi 1992, er orsakaði fjármálaumsýslu og brask þar sem lagagreinin um að tryggja atvinnu í sjávarbyggðum, snerist í önvderðu sína um leið og fyrirtækin hófu að kaupa upp tap og færa heimildir milli staða landið þvert og endilangt á einni nóttu.

 Atvinnuleysi og hrein eignaupptaka fólks á hinum ýmsu stöðum varð afleiðingin, og byggðaflótti í kjölfarið.

Uppbyggð verðmæti svo sem skólar og heilsugæsla voru illa eða ónýtt, ásamt hafnarmannvirkjum og samgöngum sem varið hafði verið til fjármunum af almannafé í áraraðir.

Kerfið þróaðist á þann veg að handhafar aflaheimilda gátu veðsett heimildir þessar í fjármálastofnunum og einnig selt sig út úr kerfinu með hagnaðinn i farteskinu, þ.e. hagnað af réttindum til þess að veiða fisk á 'Islandsmiðum.

Aðferðafræðin, og hamagangurinn allur með tilheyrandi tækja og tólavæðingu orsakaði ekki hagræðingu fyrir fimm aura heldur útgerð i járnum olíúkostnaðar eins og verið hafði áður fyrir tíma kvótakerfis í sjávarútvegi en hins vegar annan og alvarlegri hlut sem brottkast fiskjar á Íslandsmiðum er og hefur verið í hamagangi þessum. Jafnframt ofálag á miðin sem aftur valda kann röskun á lífríki sjávar sem enn ekki lýtur umhverfismati þótt slíkt væri eðli máls samkvæmt, mál númer eitt. hvað varðar matarforða þjóða heims.

Hér eru nokkur atriði nefnd en þau eru vissulega fleiri.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband