Og enn talar ráðherra Samfylkingar gegn stjórnarsáttmálanum.

Vísir.is. er með frétt frá viðskiptaráðherra um að frelsa þurfi flokkana úr umræðum um ESB og að sjá má skuli bara troða Íslendingum í þjóðaratkvæði um breytingar á stjórnarskránni með það markmið að fara i aðildarviðræður og taka " kaleik lýðræðisins " frá stjórnmálaflokkunum og að sjá má og færa hann sitjandi stjórnvöldum í formi forsjárhyggjuráðstafana ákvarðanatöku í þessu efni.

Þetta er haft eftir ráðherranum í fréttinni.

 "

,,Þessvegna þykir mér vel koma til greina að viðhafa tvöfalt þjóðarakvæði. Fyrst um aðildarumsóknina sjálfa og annað um samninginn þegar hann liggur fyrir," segir Björgvin. Þá sé tryggt að góður meirihluti sé fyrir aðildarumsókn og ágæt sátt um málið á meðal almennings. ,,Um leið hitt að kaleikurinn er tekinn frá flokknum og við komumst áfram með þetta stærsta hagsmunamál okkar tíma," segir viðskiptaráðherra enn fremur.

"
Samstarfsflokkurinn hefur látið þess getið að aðild að Evrópusambandinu sé ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar, og því vakna spurningar um samstarf flokka í ríkisstjórn þar sem einn talar austur og hinn vestur, annar suður og hinn norður.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það hefur nokkuð oft verið fjallað um þetta "stórfurðulega" stjórnar-samstarf, bæði á þessum vettvangi og öðrum, mjög fáir virðast skilja þessa samsuðu og víst er að aðra eins samsuðu af "áttavilltum og sundurleitum" einstaklingum í ráðherrastólum hefur þjóðin aldrei áður fengið að sjá og það sem verra er ÞEIR ERU ALGJÖRLEGA STJÓRNLAUSIR.  Forsætisráðherra viðist alveg vera fyrirmunað að hafa stjórn á þessu liði meira að segja eigin flokksmönnum og Utanríkisráðherra er sjaldan á landinu til að tukta eigin flokksmenn til.

Jóhann Elíasson, 30.4.2008 kl. 09:12

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það liggur fyrir hvort sem fólki, líkar það eða ekki, að Evrópusambandsaðild verður kosningamálið eftir þrjú ár ,ef ekki verður búið að kjósa fyrr um aðildarumsókn, eða til Alþingis, sem jafnframt yrði þá sjálfkrafa kosning um aðildarumsókn.Sjávarútvgesstefna ESB er í endurskoðun ,eins og reyndar alltaf, og ef Íslendingar sæktu um strax gætu þeir komið meira að þeirri endurskoðun, þar sem litið hefur verið til Íslands vegna þess að Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið hefur reynst betra en önnur kerfi sem notuð eru við stjórn fiskveiða.Ef Frjálslyndiflokkurinn á ekki að einangrast og til að hann geti komið að stjórn landsins þarf flokkurinn að skipta út sjávarútvegsstefnu sinni og ef flokkurinn á ekki að eiga á hættu að þurkast út þá þarf hann að breyta afstöðu sinni til Evrópusambandsins.Helst þyrfti flokkurinn að halda landsþing sem fyrst þar sem síðasta landsþing var hálfbjagað af átökum eins og allir sáu.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 30.4.2008 kl. 20:44

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sigurger minn. Mikil er trú þín. Hef áður spurt þig og aðra ESB-sinna um þá grundvallarspurningu hvernig þið ætlið að koma í veg fyrir að hinn framseljanlegi kvóti komist ekki meir og minna í hendur
útlendinga, þegar hann kemst á alþjóðlegan uppboðsmarkað eftir
inngöngu í ESB, en enginn svör fengið. Meðan þið ESB-sinnar svarið
ekki slíkri grundvallarspurningu, sem getur skipt sköpun fyrir íslenzkan efnahag, og íslenzka þjóð, mun enginn sannur Íslendingur
taka mark á ykkar málflutningi.  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.4.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband