Þjóðarskúta í ólgusjó.
Mánudagur, 14. apríl 2008
Hagfræðingar vita ekki hvað á sig stendur veðrið lengur og þjóðarskútan vaggar og veltist sem aldrei fyrr, þó ekki vegna þess að almenningur í landinu hafi baðað sig í góðæri með hæstu skatta á sínum herðum, heldur vegna ramma stjórnvaldsaðgerða sem virka ekki um efnahagsumhverfið.
Efnahagsumhverfi sem allt er meira og minna niðurnjörvarð með kvöðum og höftum á einstaklingsfrelsi til athafna, á sama tíma og stjórnvöld ganga erinda fyrirtækja og fjármagnseigenda út um víðan völl heiminn þveran og endilangan.
Í einu orði er hampað mikilvægi þess að við Íslendingar séum hluti af alþjóðlegum fjármalamarkaði og slíkt sé forsenda til þess að tryggja hér stöðugleika til framtiðar litið, en í hinu orðinu, þegar illa árar eru það vondu mennirnir í útlöndum sem reyna að yfirtaka markaðinn hér sem eru orsakavaldur efnahagsþrenginga.
Spyrja má hvort menn hafi gert sér grein fyrir því að Ísland telst ekki markaður að höfðatölu sem heitið geti og hvort uppgangur einstakra fyrirtækja hafi ef til vill verið vegna einokunaraðstöðu þeirra hinna sömu á íslenskum " markaði " ?
Verðtryggingin fylgdi með sem kaupauki til handa bönkum þegar þeir voru einkavæddir til málamynda og því ekki að undra að þeir hinir sömu skyldu hoppa á húsnæðismarkaðinn í samkeppni við Íbúðalánasjóð hins opinbera og setja allt úr böndum sem úr böndum gat farið með ofurgróðatölur í farteski sem aldrei hafa sést fyrr né síðar.
Önnur innstæðulaus ávísun leit dagsins ljós á Íslandi í fjármálaumsýslu en lögleiðing framsals óveidds fiskjar úr sjó var hin fyrri, fyrir rúmlega áratug.
Allt sem fer upp kemur einhvern timann niður og loftbólur springa, það er ráðamanna að tryggja það að almenningur í landinu þurfi ekki að borga brúsann fyrir stjórnvaldsaðgerðir sem meira og minna voru miðaðar við markaðsfyrirtæki á Íslandi en ekki almenning í landinu.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:22 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Guðrún.
Númer 1 2 og þrjú núna er að ríkisstjórnin fari að skilja að núverandi
peningastefna er gjaldþrota. Þarf að stokka hana upp á nýtt aftur
og taka þessa litlu krónu okkar út af gjaldeyrismörkuðum. Meðan
það er ekki gert ríkið óstöðugleikinn áfram!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.4.2008 kl. 21:44
Já Guðmundur , það er spurning hvenær ríkisstjórnin mun verða á landinu til ákvarðanatöku einhvers konar.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 15.4.2008 kl. 02:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.