Ef ég væri forsætisráðherra þá myndi ég.....

Reyna að tala kjark í þjóðina í stað þess að standa frammi fyrir almenningi og ræða um " snertilendingu "  efnahagslífsins.

 Óska eftir þvi við samráðherra mína að við þessar aðstæður yrði sem minnst um ferðalög ráðherra að heiman.

Fela ráðherrum ríkisstjórnar að leita leiða til þess að aflétta neyslusköttum á almenning í landinu tímabundið, hvert ráðuneyti fyrir sig hefði hálfs mánaðartima til að skoða málið og bera fram tillögur.

Setja á fót nefnd allra flokka á þingi ásamt fulltrúum Seðlabanka til þess að skoða stöðu íslensku krónunnar með það að markmiði að meta stöðu svo langt sem kostur er.

þetta er það sem ég man í bili, ef til vill meira seinna.

kv.gmaria.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sammála, auk þess vildi ég taka upp myntsamstarf við Norðmenn
starx sbr. skrif mín í dag.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.4.2008 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband