Samkeppni í framleiðslu mjólkurafurða innanlands.

Að sjá má hefur Mjólka samkvæmt þessari frétt frá Auðhumlu nú 9 % markaðshlutdeild á mjólkurmarkaði innanlands og er það vel því við Íslendingar höfum ekkert að gera með einokunarfyrirtækjarekstur á þessu sviði frekar en öðrum hér á landi.

Sjálf vil ég sjá fleiri smærri framleiðendur er nytja landið og nýta í stað einhliða verksmiðjuframleiðsluhátta sem verið hafa um of ríkjandi með samþjöppunarkröfu einhliða hagræðingar með offjárfestingum allra handa í þessu sambandi.

kv.gmaria.

 


mbl.is Metframleiðsla á mjólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tja var ekki Auðhumla að tapa 250 milljónum á síðasta ári. 

Styð framleiðendur sem vinna sína afurð.

Heyrði þetta um afkomu Auðhumlu - veit ekki hvort það sé rétt,

kv: Benóný

Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 03:36

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gæti verið, ef til vill markaðshlutdeild samkeppnisaðilans hver veit !

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.4.2008 kl. 03:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband