Hinar svifaseinu stjórnvaldsframkvæmdir mála.

Það er ótrúlegt að eftir því sem árin líða fram því lengri tíma virðist það taka hið opinbera að framkvæma það sem þarf að framkvæma hverju sinni og það á við að taka yfir verk við Reykjanesbraut sem verktakar höfðu sagt sig frá.

Það á ekki að taka tæpt ár að hefjast handa við bráðnauðsynlegt verkefni sem þarf að vinna, það getur bara ekki verið alveg sama hvaða skýringar menn reyna að reiða fram í því efni.

Hið opinbera hlýtur að vera þess umkomið að útbúa verksamninga með þvi móti að ef verktaki segir sig frá einhverju verki þá sé það sjálfkrafa unnið áfram af hálfu hins opinbera en megi ekki þurfa að lúta frestun í svo og svo langan tíma.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband