Á almenningur í landinu að borga fórnarkostnaðinn af misviturlegri markaðsævintýramennsku ?

Tilkoma hlutabréfamarkaðar í voru þrjú hundruð þúsund manna samfélagi á sínum tíma ásamt lögleiðingu framsals með óveiddan fisk úr sjó á þurru landi sem lögum frá Alþingi, undir formerkjum hagræðingar hins frjálsa markaðsþjóðfélags, var álíka því að sleppa nautum úr húsi án þess að haft hefði verið fyrir því að girða girðingar.

Með tilheyrandi þjóðhagslegri verðmætasóun.

Hið meinta frelsi varð þvi að frumskógarlögmáli og helsi til handa almenningi í landinu þar sem oftrú á getu markaðar í þrju hundruð þúsund manna samfélagi varð að blindri trú ráðamanna.

Með réttu hefði fyrir löngu síðan verið hægt að lækka skatta á einstaklinga og minnka umsvif hins opinbera í einu samfélagi ef módel þetta hefði virkað sem skyldi.

Í upphafi skal endir skoða og 300 þús manna samfélag telst ekki markaður þótt stjórnvöld vilji láta líta svo út fyrir.

Skattaáþján , léleg þjónusta hins opinbera og misskipting er það sem út úr slíku kemur , meðan lítill hluti þjóðarinnar flýgur í einkaþotum milli landa.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún.

Þetta er mjög góður pistill,sem ég vildi að sem flestir af ráðamönnum þjóðarinnar læsu,og tækju til vandlegrar endurskoðunar hvað hefur verið að gerast í landi OKKAR ALLRA   EKKI BARA FÁRRA!     Ég held að eftir alla þessa kollhnísa, hugsi fólk sig vel um næst þegar það kýs.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 03:00

2 Smámynd: Bumba

Halló, er það ekki bara fastir liðir eins og venjulega? Pöpullinn blæðir. Með beztu kveðju.

Bumba, 9.4.2008 kl. 07:01

3 Smámynd: Ólafur fannberg

góður pistill,gerum byltingu

Ólafur fannberg, 9.4.2008 kl. 08:17

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Góður pistill hjá þér frænka.Í kjarasamningum 1980 kom félagsmálapakki til okkar sjómanna frá ríkinu um að við gætum tekið lífeyrir sextugir og það var samið og skipin á sjó.Svo árið 1993 var gerð breyting og við settir að við mundum geta tekið lífeyrissjóðinn sextíu og fimm ára,þetta var gert með einu pennastriki og ríkið neitaði að borga mismunin sem stóð í fjórtán hundruð miljónum (1,4miljarði) við fórum í mál við ríkið og alla leið í hæstarétt og töpuðum ríkið stal af okkur og gerði samningana ómerka við stóðum uppi með um 30%skerðingu af líeyrirnum.

Guðjón H Finnbogason, 9.4.2008 kl. 12:48

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér þarna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 15:29

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála . kv .

Georg Eiður Arnarson, 9.4.2008 kl. 20:40

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað verðum VIÐ að borga fyrir sukkið, datt einhverjum annað í hug?

Jóhann Elíasson, 11.4.2008 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband