Þurfa ráðherrar Samfylkingar ekki að taka ákvarðanir ?

Sem aldrei fyrr virðast menn hafa tileinkað sér allra handa samráðstilstand í málum öllum að virðist til þess að drepa ákvarðanatöku á dreif eins og fyrri daginn. Eins skringilegt og það nú er virðist allar hugmyndir þurfa að bera undir ASÍ og Samtök Atvinnulífsins, hér hjá viðskiptaráðherra en í morgun heyrði ég samgönguráðherra Samfylkingar ræða um slíkt hið sama í útvarpi þá vegna breytinga á vinnutímatilskipun EES um hvíldartíma flutningabílstjóra. Það atriði átti einnig að bera undir viðkomandi aðila ASÍ og SA.

Hver stjórnar landinu ?

kv.gmaria.

 


mbl.is Ræða um átak gegn aukinni verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kannski albest að Samfylkingin stjórni sem minnst. Því þær hugmyndir
og hugsjónir sem hún stendur fyrir eru slíkar að best er að sem minnst af því komist til framkvæmda fyrir íslenzka þjóð.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.4.2008 kl. 21:30

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hver stjórnar landinu ? jú Auðmenn þessa lands, stjórna og stjórnvöld sitja hjá og jánka öllu sem þeir segja. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 00:13

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég er hrædd um að Ásthildur hafi rétt fyrir sér. Á Íslandi er mest virðing borin fyrir peningum og efnuðu fólki.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.4.2008 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband