Boðskipti starfsmanna heilbrigðiskerfisins.

Það kemur fram í Fréttablaðinu í dag að samskiptaleysi lækna komi niður á þjónustu við sjúklinga.

Það eru ekki ný tíðindi fyrir mig sem hefi gengið erinda hagsmuna sjúklinga í kerfinu eins og fleiri.

Umboðsmaður sjúklinga hér á landi er því atriði sem ég tel að stórþarft væri að koma á fót, ekki hvað síst með það að markmiði að sá hinn sami gæti bent á annmarka þá sem felast í þjónustuleysi við sjúklinga í kerfi þar sem boðskipti eru ekki með betra móti en svo millum allra starfandi aðila að yfirsýn yfir mál einstaklinga næst illa eða ekki sem skyldi.

Samstarf á að ríkja millum allra starfandi aðila í kerfinu en kerfið er svo flókið, og flokkað á allra handa bása svo sem heimilislækninga, sérfræðilækninga, sjúkrahúslækninga, og öldrunarlækninga.

Landlæknisembætti er ætlað að standa skil á hvoru tveggja annmörkum og ágæti á sama tíma, þannig er nú það.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tek undir með þér.

Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2008 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband