Kvótakerfið er þjóðhagslega óhagkvæmt kerfi.

Einn ágætur bloggvinur minn er enn þeirrar skoðunar að kvótakerfi sjávarútvegs sé súperkerfi þar sem fiskurinn í sjónum hafi loksins verið ættleiddur og þar með hafi verið hægt að veðsetja hann.

Ættleiðingin átti sér stað af örfáum mönnum sem keyptu ofboðslega stórvirk tæki og tól til veiða, tól sem kostuðu það mikið að það þurfti að taka lán fyrir þeim.

Lán sem nefnist " skuldir útgerðarinnar ".......

Þeir sem ekki voru handhafar aflaheimilda á ákveðnu árabili máttu gjöra svo vel að sætta sig við að verða leiguliðar eða kaupa sér kvóta dýrum dómum, tól og tæki og veðsetja og skulda.......

Hinir örfáu handhafar á ákveðnu árabili, framseldu síðan kvóta sín á milli algjörlega án þess að vera hluti af samfélaginu því kvótaframsalið orsakaði, það atriði að fjárhagsleg verðmæti hins opinbera uppbyggð fyrir almannafé áratugum saman urðu verðlaus á einni nóttu mikils kvótaframsals frá einum stað til annars á Íslandi.

Með öðrum orðum kvótakerfisskipulagið gerði opinber verðmæti hins íslenska ríkis að engu, samgöngumannvirki , skóla, heilsugæslu , landsbyggðasjúkrahús, sem og eignir einstaklinganna í sjávarþorpum hringinn kring um landið.

Heilan áratug voru sjávarútvegsfyrirtækin skattlaus við þessa hina sömu iðju, kvótatilfærslutilstandið þegar verið var að kaupa upp tapfyrirtæki í greininni og hægt var að nota tap til afskrifta.

Ríkissjóður fékk því ekki neitt fyrir sinn snúð.

Sökum þess er kerfi þetta fyrir þessar sakir þjóðhagslega óhagkvæmt.

kveðja.

Guðrún María Óskarsdóttir.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband