Skattkerfið er efnahagslegt stjórntæki, það vill gleymast í markaðshyggjuþokumóðunni.

Aflétta þarf álögum á almenning í landinu sem aldrei fyrr, oft var þörf en nú er nauðsyn.

Í því ástandi sem okkar þjóð á við að stríða nú væri ekki úr vegi að líta tæp 50 ár aftur í tímann og skoða hvað stjórnvöld þáverandi gerðu til þess að bregðast við sem þá var kallað að hafa " lifað um efni fram " . Árið 1959, ákvað að sjá má ný þáverandi ríkisstjórn að afnema tekjuskatt á almennar launatekjur meðal annars.....

Þetta hefði ég ekki vitað nema vegna grúsks í gömlum skræðum frá pabba heitnum sem rak á fjörur mínar nýlega, þar sem upplýsing þáverandi stjórnvalda um aðgerðir nýrrar stjórnar í bæklingi var að finna en all ýtarleg útlistun á efnahagsástandi þess tíma virðist að hluta til eiga við um það ástand sem er til staðar hjá okkur nú.

Mönnum er hollt að skoða söguna í formi stjórnvaldsaðgerða því " án fræðslu þess liðna, sést ei hvað er nýtt ".

Skattkerfið er illa nýtt stjórntæki hér á landi.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Hvernig væri að afnema tekjuskatt,er ekki nóg af öðrum sköttum

Guðjón H Finnbogason, 31.3.2008 kl. 19:59

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég gleymdi.Skattur á aldraða á ekki að þekkjast.

Guðjón H Finnbogason, 31.3.2008 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband