Matadorleikur með peninga.
Sunnudagur, 30. mars 2008
Gat það verið að stjórnmálamönnum við stjórnvölinn tækist að skapa eðlilegt markaðsumhverfi hér á landi hjá þjóð sem einungis er 300 þús manns að höfðatölu, meðan ríkisumsvif eru nær 50% ?
Varla.
Lögleiðing kvótaframsals, braskumsýsla, og tilkoma hlutabréfamarkaður ásamt meintri sölu banka af hálfu ríkis til einkaaðila, án afnáms verðtryggingar i leiðinni er sjónarspil til handa almenningi.
Lífeyrsissjóðirnir sem launafólk á en hefur engin atkvæði um hvernig ávaxta fjármagn sitt með beinum hætti hafa verið gerðir þáttakendur í þessum sjónleik.
Sjónleik útrásar á yfirgengilegum ævintýraforsendum allra handa á hinum ýmsu sviðum þar sem almenningi hefur verið talin trú um að bæti hagsmuni þjóðarinnar til lengri og skemmri tíma.
Forsendurnar virðast álíka veðsetningu banka á óveiddum fiski úr sjó í formi kvóta, þ.e. að um alla tíð megi treysta sama veiðistofni pérsé án tillits til veiðiaðferða eða náttúrulegra affalla.
Sjávarútvegsfyrirtækin sem hoppuðu fyrst á hlutabréfamarkað voru síðan skattlaus í heilan áratug, hvað með fjármálafyrirtækin ?
Á sama tima hafa stjórnvöld í landinu gert sér far um að reka ríkið með næstum 50% umsvifum eins og markaðsfyrirtæki helst á núlli með tekjuafgangi sem auðvitað hefur þýtt eitt helsta skattaoffar sem skrá má í sögubækur ásamt hningandi þjónustu hins opinbera á hinum ýmsu sviðum.
Launþegar eru þrælar á skattagaleiðunni þar sem skattaka hefst af launum sem varla duga til framfærslu einstaklinganna og dyggilega er séð til þess í skattkerfinu að þeir sem sjukir eru eða fatlaðir greiði einnig skatta ef upphæðir ´bóta skyldu ná lágmarksframfærsluviðmiðunum.
Meðan hluti þjóðarinnar ferðast um á skemmtiferðaskipum róa aðrir á árabátum líkt og fyrir rúmri öld síðan.
Svo er nú það.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.