Uppsveifla hverra ?

Stundum finnst manni ráðamenn landsins nær sambandslausir við allan almenning og það atriði að þjóðin hafi orðið vör við uppsveiflu er ég ekki svo viss um að sé almennt raunin.

Þvert á móti hefur hið opinbera seilst sífellt lengra í vasa borgarana í formi skatta og álagna alls konar á sama tíma og ráðamenn guma sig af því að reka ríkissjóð á núlli.

Almenningi í landinu hefur verið att í fen skuldsetninga við fjármálastofnanir sem hafa orðið að gígantískum gróðabúllum í raun með verðtryggingu sem axlabönd og belti.

Opinberri þjónustu hefur hnignað sama hvaða kerfi á í hlut og tilraunir stjórnvalda til þess að þjóna núllþráhyggu í rekstri fjögur ár í senn, eru sannarlega ekki áhorf á samfélag til framtíðar.

kv.gmaria. 


mbl.is Uppsveiflunni lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband