Heildarverðmæti góðra stjórnsýsluhátta til framtíðar.

Setning stjórnsýslulaga á sínum tíma var framför fyrir íslenskt samfélag, þar sem í fyrsta skipti var tekið á aðkomu manna að ákvarðanatöku í stjórnsýslunni.

Á sama tíma virtist hins vegar alveg gleymast að taka á krosseignatengslum í viðskiptalífinu þótt það hið sama, sé mál af nákvæmlega sama meiði.

Þegar þetta tvennt blandast að hluta til saman þ.e. ákvarðanataka stjórnvalda og aðkoma einkafyrirtækja í verkefnum án útboðs, nota bene, án útboðs þá er það svo að slík mál eru ekki góð fyrir hlutaðeigandi ákvarðanaaðila og síður en svo traustvekjandi þegar pólítískur svipur einkennir aðkomu manna að félögum á einkamarkaði í verkefnum fyrir ríkið án útboðs.

Einkum og sér í lagi þar sem hið opinbera hefur tileinkað sér útboðsaðferð á öllum sviðum hvarvetna. annars staðar.

Niðurstaða Ríkisendurskoðunar í málum Þróunarfélags á Keflavíkurflugvelli er kanski hálfgerður Hafnarfjarðarbrandari.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún.

Það má einu viðbæta að að þessi Hafnarfjarðabrandari(KEFLAVÍKUR) er STAÐREYND.

EKKI LEIKUR.

TAKK FYRIR PISTLANA ÞÍNA ÞÓ ÉG SÉ EKKI ALLTAF AÐ KVITTA..

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 02:55

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Góður pistill Guðrún. Já og til hamingju með nýja aðstoðar-þingmanns-
starfið sbr. Fréttablaðið í dag.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.3.2008 kl. 20:50

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vil óska þér til hamingju með nýja starfið GMaría mín.  Og þetta mál með Árna er náttúrulega brandari.  Honum til mikils vansa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2008 kl. 21:22

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Því miður þverbrjóta stjórnvöld stjórnsýslulögin.Og kæruréttur er ekki virtur.Sjávarútvegsráðherra hefur legið á stjórnsýslukæru í þrjá mánuði eftir að hann átti að vera búinn að svara.Ég óska þér til hamingju með djobbið hjá Grétari Mar.  Kv. Geiri.

Sigurgeir Jónsson, 27.3.2008 kl. 21:54

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þetta er nú aldeils flott "hair-do"...sem þú ert með á höfundarmyndinni kona góð.

Óska þér annars velfarnaðar í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.

Heiða Þórðar, 27.3.2008 kl. 22:36

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Kærar þakkir fyrir góðar óskir mér til handa.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.3.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband