Hvers vegna sættum við okkur við að borga gjöld ofan á skatta ?

Við greiðum skatta til þess að standa straum af nauðsynlegum útgjöldum hins opinbera sem ákveðin eru ár hvert á fjárlögum til hinna ýmsu málaflokka.

Hvað er eðlilegt við það að við séum síðan að greiða þjónustugjöld hægri vinstri til viðbótar þeirri hinni sömu skattöku ?

Því til viðbótar er það svo að ekki er einu sinni samræmi sé að finna til dæmis millum sveitarfélaga varðandi gjaldtöku á leikskólagjöldum, hafnargjöldum eða ýmissi annarri þjónustu sem hin ýmsu gjöld hafa verið sett á.

Samtal stjórnsýslustiga hins opinbera og samræmingu skortir í þessu efni að mínu viti, því ekkert væri eðlilegra en hver einasti landsmaður gæti gengið að því að sama gjald væri að finna alls staðar á landinu fyrir sömu opinberu þjónustuna.

Sé þjónustan hins vegar ekki eins hvað gæði varðar þá skyldi aðilum gert skylt að gera grein fyrir þvi.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband