Báðir ríkisstjórnarflokkarnir samsama sig hinu óhagkvæma fiskveiðistjórnunarkerfi.
Mánudagur, 17. mars 2008
Kerfi sjálfbærni þarf ekki mótvægisaðgerðapakka til handa skattgreiðendum í landinu sem eru þó nægilega skattpíndir fyrir af hálfu stjórnvalda.
Það var eigi að síður eitt fyrsta verk ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eftir þorskaflaskerðingu í gjafakvótakerfinu.
Hvorugur þessarra flokka virðist hafa rýnt í tölur um meinta hagkvæmni kerfis þessa hvað varðar minnkandi afla úr sjó í´áraraðir né heldur skuldir útgerðar samtímis , ellegar, hin ótrúlegu stjórnmálalegu mistök að leiða í lög framsal aflaheimilda millum aðila og veðsetningu óveidds fiskjar úr sjó sem ættu að geta hafa verið leiðarljós til endurskoðunar nýrrar ríkisstjórnar.
Alls konar tilraunir til þess að stoppa í göt þessa óhagkvæma kerfis hafa reynst hjómið eitt og ljóst að kerfið þarf að skoða frá grunni.
Lífríki sjávar við Ísland hefur verið raskað með þeim hamagangi sem kerfi takmarkaðra kvóta tegunda inniheldur svo ekki sé minnst á gerð veiðarfæra við hamaganginn.
Jafnframt var búinn til hópur auðmanna sem grætt gat á tá og fingri við að selja frá sér aðgang að auðlind sjávar sem samkvæmt laganna hljóðan skal og skyldi vera almannaeign.
Ástand sem engum hefði órað fyrir að myndi nokkurn tímann eiga sér stað en eins og áður sagði skrifast á mistök stjórnmálamanna við lagasetningu.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta sjálfbæra og arðsama kerfi verður sjálfkrafa gjaldþrota. Ég er margoft talað um skuldsetningu sjávarútvegsins, ekki get ég séð að hún sé að minnka enda er ekkert sem bendir til þess að það gerist því miður. Og hvers vegna eru allar þessar skuldir? Þú bendir á það í grein þinni en það er bara hluti af vandamálinu.
Ps. Ég var að meina þegar maður kemur inn á síðuna þína þá eru tveir kosti í boði, ég skil þetta núna.
Kv. Halli
Hallgrímur Guðmundsson, 17.3.2008 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.