Umhverfisumhyggja stjórnmálaflokka, nær hún út fyrir landsteinanna ?
Sunnudagur, 16. mars 2008
Það er með ólikindum hve afmörkuð umhverfisumræða hefur verið til staðar hér á landi, umræða sem að vissu leyti " sér ekki skóginn fyrir trjánum " og tekur ekki á helsta hagsmunamáli íslensku þjóðarinnar varðandi lífríki hafsins og skipulagi kerfis sem verndar og viðheldur fiskistofnum við landið.
Hér hefur verið trumusláttur flokka með meinta umhverfisumhyggju varðandi virkjun fallvatna með raforkusölu til álvera, flokka sem ekki hafa svo mikið sem haft á takteinum breytingar á fiskveiðistjórn á blaði sem heitið getur.
Á sama tíma og alfeiðingar núverandi kvótakerfis sjávarútvegs hafa orsakað afar lélega sjálfbærni einnar þjóðar til að byggja land sitt allt með dreifingu atvinnutækifæra og aðkomu manna að atvinnugreininni ásamt því hinu stóra atriði að EKKI HEFUR TEKIST AÐ BYGGJA UPP FISKISTOFNA VIÐ LANDIÐ.
Það er því stórfurðulegt að stjórnmálaflokkar hvaða nafni sem nefnast telji sig ganga erinda umhverfisverndar séu ekki þess umkomnir að lita út fyrir landssteina og skoða aðferðir í eigin landi við fiskveiðar og verndun lífríkis til uppbyggingar fiskistofna í einu stykki fiskveiðikerfi við lýði.
Hvorki Vinstri Grænir né Samfylking hafa viðrað skoðanir sínar sem heitið geti varðandi umbreytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu við Ísland.
Hvað veldur ?
Frjálslyndi flokkurinn hefur nú þrjú kjörtímabil á Alþingi gengið erinda breytinga á þessu hinu sama kerfi meðal annars með frumvarp um það atriði að leyfa einyrkjum aðkomu að lífsbjörginni með tvær handfærarúllur á trillum sem aldrei ógnar fiskistofnum að nokkru leyti en forðað hefði þeirri hneisu að fá athugasemd frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna um mismunun sem nú er komið til ef orðið hefði að lögum.
Slíkt hefði einnig gert það að verkum að mat á sjálfbærni eins atvinnukerfis hefði verið til tekna talið en ekki öfugt.
Öll umhverfisvernd sem ekki litur einnig að hafinu kring um landið er aðeins hálfkveðin vísa.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.