Eitt brýnasta verkefni sem þarf að koma til framkvæmda sem fyrst.

Þessi framtaki Götusmiðjunnar ber sannarlega að fagna því þörfin er brýn, til þess að kippa einstaklingum sem lenda í viðjum fíknar út úr því hinu sama ferli með öllum ráðum, sem fyrst er slíkt kemur við sögu.

Það forðar því nefnilega að fleiri ánetjist inn í slíkt ferli og vinnur saman með aðgerðum lögregluyfirvalda við að uppræta fíkniefnaiðnaðinn sem slikan í voru þjóðfélagi.

Það er langt síðan að ég tel að eitt neyðarathvarf á Stuðlum annaði ekki eftirspurn að þörfum fyrir allt höfuðborgarsvæðið með viðvarandi úrræðaleysi allra hlutaðeigandi barnaverndaryfirvalda sem foreldra sem og lögreglu.

Verkefni sem þetta er því brýnt að komist til framkvæmda án tafa.

kv.gmaria.

 

 

 

 


mbl.is Götusmiðjan vill samstarf við sveitarfélögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sælar, ég er þér innilega sammála, ef Frjálslyndi flokkurinn væri ríkisstjórn væru málin ekki í þessari stöðu.  Frjálslyndi flokkurinn er mannúðlegur flokkur og tæki á málunum strax.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 16.3.2008 kl. 00:22

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Ásgerður.

Það er rétt að hin mannúðlega markaðshyggja hefur illa eða ekki fengið notið sín af hálfu þeirra er haldið hafa um stjórnartaumana hér á landi of lengi.

það er miður.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.3.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband