Fjölskylduvænt samfélag ?

Þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar á hátíðastundum varðandi það atriði að vinna að fjölskylduvænu samfélagi virðist afar lítið hafa þokast í þeim efnum.

Foreldrar eru tilneyddir til þess að vinna frá ungum börnum sínum of lengi að mínu viti oft og iðulega, til þess að endar nái saman og fara á mis við upplifun frumbernskunnar að hluta til þar sem ekki hefur enn tekist að lengja fæðingarorlof sem skyldi.

Mótun siðgæðisþroska fer fram í frumbernsku og sú mótun er á ábyrgð foreldra fyrst og síðast.

Tilfinningalegt atlæti barna innan við þriggja ára aldur af hálfu foreldra kann að byggja með barni öryggistilfinningu sem varir fyrir lífstíð.

Það býr nefnilega lengi að fyrstu gerð eins og máltækið segir og við bætum ekki upp skort á samveru með börnum okkar þá ,síðar.

Það er því hjákátlegt að heyra " kvenfrelsispostula " mótmæla heimgreiðslum til foreldra sem slæmu máli, því hversu lítið skref sem stigið er í formi samfélagslegra ráðstafana í þessu efni er sannarlega af hinu góða.

Það þarf hins vegar að gera  betur til þess að standa vörð um hagsmuni barna frá fæðingu til uppvaxtarára, sem hluta af sinni fjölskyldu sem og varðandi samfélagslegar þarfir í formi þjónustu hvers konar.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband