Lögreglan er að vinna gott verk og kosta þarf til þess nauðsynlegum fjármunum.

Það er með ólíkindum að fréttir af því að rekstur lögregluembætta sé í járnum þurfi að berast almenningi til eyrna, ekki hvað síst þar sem um er að ræða svæði þar sem  afar mikilvægan hlekk í eftirliti við komu flugfarþega til landsins.

Starfsmenn hins opinbera hvort sem er við löggæslu ellegar við lækningar á sjúkrahúsum , eða kennslu barna í skólum, eiga að búa við annað starfsumhverfi en það að þurfa að velta fyrir sér því atriði hvort hægt sé að inna af hendi hina lögboðnu þjónustu með sómasamlegum hætti.

Mál er að linni.

kv.gmaria.

 

 


mbl.is Þungt hljóð í lögreglumönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Það er mjög ervit að vinna við svona aðstæður að það sé alltaf peningavöntun og ekki hægt að ljúka sumum málum vegna peningaskorts.Sú stofnun sem ég vinn hjá er í svona óöryggi,við þurfum að sigla til Færeyja til að taka olíu og kost þá fáum við vaskinn af og getum aukið úthald skipana um tvo til þrjá mánuði annars yrði þeim lagt.

Guðjón H Finnbogason, 13.3.2008 kl. 22:12

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já þetta er ótrúlegt ástand.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.3.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband