Möguleikar læknavísinda og hinar siðferðilegu spurningar sem stjórnmálamenn standa frammi fyrir.

Það eru ýmsar spurningar sem stjórnmálamenn standa frammi fyrir varðandi til dæmis lögleiðingu tæknifrjógvana til handa einhleypum konum svo sem réttur barnanna til þess að vita deili á báðum foreldrum.

Ég legg til að menn flýti sér hægt í þessum efnum og það á ekki einungis við þetta frumvarp heldur ýmislegt annað þar sem möguleikar læknavísindanna kunna að hluta til að geta uppfyllt ýmislegt sem áður var ekki mögulegt.

Horfa þarf á heildarmyndina með siðferðilegu stækkunargleri öllum hlutaðeigandi til handa.

kv.gmaria.

 


mbl.is Einhleypar konur í tæknifrjóvgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Ég tek undir með þér. Eitt þurfa menn að átta sig á:  Það er mikill munur á því að ríkið aðstoði konur ( eða menn)  til að eignast börn  upp á sitt einsdæmi og framleiði svo að segja "einstæða" foreldra og "einstæð" börn  - og hinu að stundum hagi því þannig vegna atvika í henni tilveru að börn eigi aðeins eitt foreldri að.

Ríkið á ekki að taka þátt í að framleiða börn í samvinnu við konur sem vilja eignast þau sem sín einkaafkvæmi. Það er varasamt samfélagslega og gefur röng skilaboð til manna og kvenna um samvist og hjónaband.  Hreint og beint antisósíal. Það brýtur einnig á vissum rétti barna til að þekkja báða foreldra sína. Og það sem er undarlegt: opinberlega virðast menn komast  upp með að segja án mótmæla að karlmenn séu ekki nauðsynlegir uppalendur.

Það kemur alls konar óáran og óróleiki í krakka ef þau eiga ekki föður að, heldur eingungis móður og eru aukinheldur í pössun ókunnugra allan guðlangan daginn. Þetta vita menn og sjá með berum augum.

Guðmundur Pálsson, 13.3.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband